Íslensku lýðheilsuverðlaunin verða veitt í tveimur flokkum, annars vegar
til einstaklings og hins vegar til samtaka, stofnunar eða fyrirtækis sem
látið hefur gott af sér leiða á þessu sviði.
Hver sem er getur sent tillögur um hver eða hverjir eigi að hljóta þessa viðurkenningu
á vefsíðunni lydheilsuverdlaun.is og mun sérstök dómnefnd þá fjalla um tillögurnar
og tilnefna þrjá aðila í hvorum flokki til þeirra. Verður svo einn tilnefndur aðili valinn úr
hvorum flokki og sæmdur verðlaununum á Bessastöðum í síðari hluta apríl.
Efnt er til þessara verðlauna í samvinnu embættis forseta Íslands við heilbrigðisráðuneytið,
embætti landlæknis, Geðhjálp og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.